Vaxtalækkun er brýnasta viðfangsefnið

Eins og segir í tilkynningu frá bankanum, er eitt af meginviðfangsefnum viðræðna stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um fyrstu endurskoðun efnahagsáætlunar stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem nú standi yfir,  mat á því hvort forsendur þess, að hægt sé gefa fjármagnsflutninga á milli Íslands og annarra landa frjálsa á ný, séu fyrir hendi.

Hins vegar er jafn mikilvægt og miklu brýnna viðfangsefni viðræðnanna að ákveða vaxtalækkun strax. Verðbólgan er núna komin niður í um 7% þannig að raunvextir stýrivaxta eru 11% sem eru sannkallaðir okurvextir. Vextir sem lánþegar greiða bönkunum eru síðan enn hærri.

Næsti vaxtaákvörðunardagur Seðlabankans er 19. mars. Ég held að það væri mjög auðvelt að færa rök fyrir því að lækka stýrivexti strax í dag um 4% og stíga síðan næsta vaxtalækkunarskref 19. mars.

Tillaga Framsóknarflokksins um 20% lækkun skulda verður örugglega ekki samþykkt vegna þess að gallarnir við hana eru svo stórkostlegir. Hins vegar endurspeglar tillagan þá miklu þörf sem er til staðar að lækka skuldabirgði heimilanna og stjórnvöld verða að bregðast hratt við þessari þörf. Það þarf að gera margt til dæmis að breyta lögum og reglum um greiðsluaðlögun í þeim dúr sem ASÍ berst fyrir og að því er unnið í ríkisstjórninni.

Greiðslubyrði má lækka á tvo vegu, með því að lækka höfuðstólinn og með því að lækka vaxtagreiðslur. Það er mjög vandfundin réttlát og skynsamleg leið til að lækka höfuðstól skulda hjá mjög  mörgum. Hins vegar er auðfundin réttlát og skynsamleg leið til að lækka vaxtagreiðslur hjá mjög mörgum, nefnilega sú að Seðlabankinn lækki stýrivexti. Það er engin ástæða til að bíða með það, það er reyndar löngu orðið tímabært.

Ef stjórnvöld ætla að halda áfram með 18% stýrivexti í 7% verðbólgu væri ákaflega gott að fá að sjá rök fyrir því.


mbl.is Gjaldeyrishöft ekki afnumin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mjög alvarlegt og hrikalega erfitt ástand fyrir fólkid í landinu.  Thetta er refsing.  Refsingin er mjög hörd.  En greinilega ekki nógu hörd.  Ef marka má skodanakannanir thá aetlar umtalsverdur hluti thjódarinnar ad kjósa sjálfstaedisflokkinn. 

Ég get ekki hugsad mér annad en ad thetta fólk sem nú aetlar ad kjósa sjálfstaedisflokkinn annadhvort hafi ekki ordid fyrir bardinu á kreppunni og hafi enga samúd med ödrum landsmönnum eda er út í öfga heimskt og thrjóskt.

RÉTT SKAL VERA RÉTT (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband