Flott hjá Katrínu og Hönnu Birnu

Það er ljóst að ríkisstjórnin er óhrædd við að taka ákvarðanir og hrinda verkefnum í framkvæmd og það er frábær breyting frá fyrri ríkisstjórn!

Vissulega má færa rök fyrir því að þjóðin hafi ekki efni á að setja háa upphæð í þetta verkefni, en ég er sammála þeim sem tóku þessa ákvörðun um að rökin með því að gera það vegi þyngra. Það er vissulega mikilvægt að skapa störf sem þetta verkefni mun gera. Það er ekki síður mikilvægt að þegar húsið er komið í notkun mun starfsemin þar skapa mörg störf og opna möguleika fyrir því að afla gjaldeyris. Það er líka sjálfsagt að leita leiða til að draga úr kostnaði og að sem mest af störfunum verði á Íslandi.

Það sem ræður sennilega úrslitum í mínum huga varðandi það hvort rétt sé að ljúka byggingu hússins er hugsunin um hinn valkostinn. Ef ráðamenn hefðu hætt við ljúka byggingu hússins hefðu í raun verið tveir mjög slæmir kostir í stöðunni. Annar væri að verja miklu fé til að jafna húsið við jörðu og eyða verksummerkjum. Hinn væri að hafa ömurlega hálfkláraða byggingu í hjarta Reykjavíkur í mörg ár. Það má því segja að það sé mikilvægt fyrir þjóðarsálina að ljúka byggingu hússins.


mbl.is Allt að 600 störf vegna framkvæmda við Tónlistarhús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband