Vilja allir stjórnmálaflokkarnir viðhalda óréttlætinu?

Mér hefur ofboðið ýmislegt á síðustu vikum en ekki gefið mér tíma til að blogga um það. Fréttin um óréttlætið sem felst í því að vægi atkvæðis íbúa á Akranesi (og annarra í Norðvesturkjördæmi) vegur helmingi meira en atkvæði mitt á laugardaginn, ýtti við mér. Ég hef fylgst sæmilega með kosningabaráttunni að undanförnu og ekki orðið var við að neinn stjórnmálaflokkur vilji breyta þessu. Ætli það sé þannig?

Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að allt landið ætti að vera eitt kjördæmi. Ég lýsi eftir stjórnmálflokki sem vill berjast fyrir því að breyta kosningalögum þannig að það verði niðurstaðan.

Enginn stjórnmálaflokkanna er nálægt því að vera fullkominn að mínu mati og auðvelt að benda á alvarlega veikleika hjá öllum, að vísu auðveldara hjá sumum en öðrum. Það er kannski táknrænt fyrir eitt framboðið að í gömlu myndaalbúmi eru nokkrar myndir mjög upplitaðar, en þær voru framkallaðar af Myndiðjunni Ástþóri.

Eitt af því lélegasta sem ég hef séð í kosningabaráttunni er grein Sigurðar Kára í Morgunblaðinu í morgun. Hann dregur þar fram nokkur dæmi sem styðja þá skoðun að ríkisstjórnin fái falleinkunn m.a. þessar:

  • Atvinnulausir voru um 12.000 þegar ríkisstjórnin tók við en er nú 18.000.
  • Verðmæti fasteigna hefur rýrnað.
  • Gjaldþrota fyrirtækjum hefur fjölgað.

Getur verið að Sigurður Kári sé svo fáfróður að hann haldi að þetta segi eitthvað um það hvort ríkisstjórnin hafi staðið sig vel eða illa? Eða er þetta bara gott dæmi um vísvitandi blekkingar stjórnmálamanns?

Allir sem hafa sett sig inn í málið hafa vitað í marga mánuði að atvinnuleysi myndi aukast eitthvað í þeim dúr sem það gerði ALVEG ÓHÁÐ ÞVÍ HVAÐ RÍKISSTJÓRNIN GERÐI.

Allir sem hafa sett sig inn í málið hafa vitað í marga mánuði (sumir í nokkur ár) að verðmæti fasteigna myndi rýrna og vita að það mun rýrna a.m.k. næstu 12 mánuði ALVEG ÓHÁÐ ÞVÍ HVAÐ RÍKISSTJÓRNIN GERÐI OG HVAÐ NÆSTA RÍKISSTJÓRN MUN GERA.

Allir sem hafa sett sig inn í málið hafa vitað í marga mánuði að gjaldþrotum fyrirtækja myndi fjölga á umræddu tímabili ALVEG ÓHÁÐ ÞVÍ HVAÐ RÍKISSTJÓRNIN GERÐI.

Sigurður Kári ætti að skammast sín.


mbl.is Tvöfaldur munur á atkvæðavægi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þeir sjá allir hag í þessu. Einar K. Guðfinnsson hefði t.d. aldrei komist á þing nema að hafa fimmföld atkvæði á bak við sig miðað við okkur.

Finnur Bárðarson, 23.4.2009 kl. 15:56

2 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Við eigum að breyta öllu kerfinu:

http://siggisig.blog.is/blog/siggisig/entry/817118/

Sigurður Sigurðsson, 23.4.2009 kl. 16:00

3 identicon

Þið verðið að athuga eitt, kjördæmin eru miss stór flatamálslega séð. og á kjördæmunum úti á landi að þar eru íbúarfjöldinn mjög dreifur og eru oftast margir bæjir, þorp, sveitafélög í hverjum landshluta. allir landsmenn verða að mínu mati að hafa talsmann fyrir sinn hluta.
Enda er Alþingi fyrir Ísland, allar byggðir á landinu, ekki bara höfuðborgasvæðið.

Ég vona að þið eru sömu skoðana og ég um að allir landsmenn eigi að hafa talsmann.

Rúnar (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband