Út úr kreppunni

Eins og flestir Íslendingar er ég gáttaður á atburðarrás síðustu mánaða. Hvernig gat það gerst að íslenska þjóðin yrði allt að því gjaldrota á örskömmum tíma? Ég hef svo sem mínar skoðanir á því en ætla ekki að blogga mikið um þær.

Ég hef nú ákveðið að byrja að blokka að til þess að koma ýmsu á framfæri varðandi það hvað þjóðin getur gert til að vinna sig út úr kreppunni. Máltækið „hver sé sinnar gæfu smiður“ á við um íslensku þjóðina ekki síður en einstaklinga. Í bloggi mínu ætla ég að draga fram það sem ég tel vera mikilvægustu markmiðin til að stefna að og mikilvægar aðgerðir og ákvarðanir sem þarf að taka.

Ég tel að líta megi á þrjú markmið sem meginmarkmið á næstu mánuðum og árum og mun hafa þau sem útgangspunkt í pælingum mínum:

  1. Að atvinnuleysi verði sem minnst. Það þarf gera margt til þess að sem fæst störf tapist og það hefur einmitt verið gert á mörgum vinnustöðum að undanförnu. Það þarf einnig að skapa sem flest ný störf og áherslan á frumkvöðla og nýsköpun er liður í að ná því markmiði. En betur má ef duga skal.
  2. Gjaldeyrisöflun. Við sitjum uppi með himinháar erlendar skuldir og þess vegna verðum við að leggja okkur fram um að afla mikils gjaldeyris og nota sem minnstan gjaldeyri. Lágt gengi íslensku krónunnar hefur valdið því að við höfum stigið mörg skref í þessa átt og nú er gjaldeyrisjöfnuður jákvæður svo um munar. En betur má ef duga skal.
  3. Að þjóðinni líði sem best. Í þessu felst margt. Þetta tengist til dæmis fyrsta markmiðinu sterkt vegna þess að eitt af því sem veldur þjóðinni hvað mestri vanlíðan er mikið atvinnuleysi. Dæmi um það sem ég myndi kalla undirmarkmið tengt þessu eru markmið um að sem fæstir einstaklingar verði gjaldþrota og að sem fæstir missi eigið húsnæði.

Í næstu pistlum mínum mun ég skoða ýmsa fleti á þessu flókna máli. Ég mun til dæmis ræða mikilvægi þess að helstu ráðamenn þjóðarinnar axli ábyrgð á þann hátt að víkja fyrir nýju fólki. Það verða aldrei allir sammála um það nákvæmlega hverjir eigi að víkja, en meðan enginn axlar ábyrð mun vanlíðan þjóðarinnar aukast jafnt og þétt og mótmæli fara í vöxt.


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Snjólfur.

Fín byrjun hjá þér, hlakka til að lesa meira.

Kv, Kristinn Óskarsson

Kristinn Óskarsson (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 22:47

2 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Sæll Snjólfur, velkominn í bloggheim.  Góður pistill hjá þér, hlakka til að lesa fleiri pistla frá þér.

kkv.

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 27.1.2009 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband