3.2.2009 | 14:50
Fyrstu mistök ríkisstjórnarinnar
Eins og ég óttaðist var stutt í fyrstu mistök ríkisstjórnarinnar. Það skal tekið fram að ég er mjög ánægður með að þessi ríkisstjórn var mynduð og styð hana heils hugar. Hins vegar á eftir að koma í ljós hvernig hún mun standa sig. Reyndar er ein af ástæðunum fyrir því að ég er svo ánægður með að þessi stjórn var mynduð, að almenningur fær tækifæri til að sjá hvernig vinstri grænir fara með þau völd sem þeir hafa fengið.
Ríkisstjórnin hefur samþykkti tillögu Steingríms J. Sigfússonar, sjávarútvegsráðherra, um að mögulegum hvalveiðiréttarhöfum verði send formleg viðvörun um að ákvörðun fyrri ríkisstjórnar, þ.e. Einars K. Guðfinnssonar, um hvalveiðikvóta hafi verið tekin til endurskoðunar. Steingrímur sagði á blaðamannafundi í dag, að með þessu væri tryggt að ekki mynduðust væntingar til hluta, sem kynnu að taka breytingum, en það er fjarri sanni. Þeir sem hafa hlustað á útvarpið síðustu daga vita að það hafa nú þegar myndast miklar væntingar. Margir telja hvalveiðarnar afar mikilvægar fyrir atvinnulífið í nokkrum sveitarfélögum og mikilvægið er mun meira en fjöldi starfa sem skapast segir til um. Á þeim tímum sem atvinnulausum fjölgar hratt geta nokkur störf breytt miklu um líðan íbúanna.
Nú er ekki ljóst hvort ákvörðunin um hvalveiðikvóta verður dregin til baka eða ekki. Steingrímur hefur aðeins náð að valda óöryggi og óánægju enn sem komið er. Það verður mjög fróðlegt að fylgjast með næstu skrefum vegna þess að þau munu segja töluvert mikið um vinnubrögð, viðhorf og stefnu Steingríms og stjórnarinnar.
Fyrsta atriðið er hve langur tími líður þar til endanlega ákvörðun er tekin. Síðasta ríkisstjórn var gagnrýnd fyrir seinar ákvarðanir og að þjóðin lifði í meiri óvissu en nauðsynlegt væri. Óvissan um hvalveiðar er ekki utanaðkomandi heldur heimagerð og því hlýtur að vera eðlilegt að gera þá kröfu að henni verði eytt mjög fljótt.
Ef Steingrímur ákveður að ákvörðun Einars skuli standa þarf hann ekki að rökstyðja það. Ef hann ákveður að draga ákvörðun Einars til baka þarf hins vegar að færa góð rök fyrir því. Þau rök munu væntanlega einnig vera fordæmisgefandi og upplýsandi um margt. Ég veit ekki betur en að þessar hvalveiðar séu gott dæmi um sjálfbæra nýtingu lífríkis sjávar og hefði haldið að stjórnmálaflokkur sem kennir sig við grænt sé hrifinn af slíku. Varla eru rök Steingríms gegn hvalveiðum þau að Evrópusambandið sé andvígt hvalveiðum!
Ákvörðun um hvalveiðar í endurskoðun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Flottur pistill hjá þér pabbi :) flott kommentið í lokin.
Kv. Helga litla
Helga Guðrún (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 11:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.